- Advertisement -

Getur Bjarni sameinað eigin flokk?

„Næstu dagar leiða í ljós, hvort sú forystusveit hefur þroska til þess.“

Styrmir Gunnarsson er sennilega fremstur, eða meðal þeirra fremstu, til að greina ástandið innan Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar:

„Umræður um orkupakka 3 eru farnar að ganga nærri Sjálfstæðisflokknum. Það má sjá á Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins nú um helgina og það má sjá á frásögnum á Facebook síðustu sólarhringa um úrsagnir nafngreindra einstaklinga úr flokknum.“

Svo virðist sem skriða sé farin af stað og fólk tilkynnir opinberlega, jafnvel hróðugt, að það hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Sem má varla við því eins skuldugur og hann er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar svo er komið á hin kjörna forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki annan kost en að taka málið alvarlegar en hún hefur gert. Henni hefur verið sýnt mikið traust og því trausti fylgja skyldur,“ skrifar Styrmir. Og bætir við:

„Það er hennar hlutverk að taka frumkvæði að samtölum við andstæðinga orkupakkans innan flokksins og leita leiða út úr þeim ógöngum, sem flokkurinn er kominn í vegna þessa máls. Næstu dagar leiða í ljós, hvort sú forystusveit hefur þroska til þess.“

Eitt er að virða Davíð, Styrmi að vettugi, annað er að gæta ekki að brothættu fjöreggi Sjálfstæðisflokksins. Sennilega hefur Bjarna Benediktssyni aldrei áður mætt önnur eins andstaða og nú. Getur hann sameinað sundraðan  Sjálfstæðisflokk.

Það liggur á. Styrmir segir: „Næstu dagar leiða í ljós, hvort sú forystusveit hefur þroska til þess.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: