- Advertisement -

Getur Reykjavík misst kvótann?

Gunnar Smári skrifar:

Frétt Morgunblaðsins um tillögu sósíalista í borgarstjórn um úttekt á áhrifum þess á atvinnulífið í borginni ef Guðmundur í Brim vaknaði upp einn morguninn ákveðinn í að flytja alla útgerð og fiskvinnslu Brim (áður HBGranda) og Útgerðarfélags Reykjavíkur (áður Brim) heim til sinna æskuslóða, á Hellissand og Rif. Er þetta fráleit hugmynd? Ekki fráleitari en svo að Skagamenn urðu fyrir þessu fyrir skömmu, sjávarútvegurinn sem hafði byggst upp í bænum á síðustu öld, var í einum vettvangi fluttur til Vopnafjarðar, æskuslóða forstjórans. Og sömu sögu er að segja nánast hringinn í kringum landið, með því að færa útgerðarmönnum full yfirráð yfir auðlindum hafsins eru byggðarlög algjörlega undir duttlungum þeirra komin, fólk missir vinnuna og lífsafkomuna í hrönnum. Og þótt Reykvíkingar hafi sloppið með skrekkinn hingað til er ekkert sem segir að svo verði í framtíðinni. Lukkan gæti snúist á morgun. Hún fer eftir því í hvernig skapi Guðmundur í Brim vaknar.

En hver voru örlög þessarar sjálfsögðu tillögu, um könnun á viðbúnaði vegna fyrirsjáanlegra hættu? Stærðargráðan er þessi: Það myndi kosta Reykvíkinga um 152 milljarða króna að kaupa aftur kvótann. Meirihlutaflokkarnir, Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG, vildu bara alls ekki skoða þetta. Kvótagreifaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, sátu hjá. Aðeins sósíalistar og Flokkur fólksins vildu skoða viðbúnað Reykjavíkurborgar vegna þeim manngerðu hamförum sem kvótakerfið hefur reynst byggðum landsins. Alveg hreint magnað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: