- Advertisement -

Gistinóttum fjölgaði í ágúst

Gistinóttum fjölgaði í ágúst miðað við árið í fyrra og nam aukningin 11%. Heildarfjöldi gistinátta var 287.500 og voru gistinætur erlendra gesta 91% sem er 12% aukning frá sama tíma í fyrra en gistináttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 4%. Á tólf mánuðum hefur fjöldi gistinátta aukist um 13%.

Á vef Hagstofunnar má sjá að flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 157.800, sem er 3% aukning miðað við ágúst 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi, eða um 49.900, sem er aukningin um 37% frá ágúst á fyrra ári. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru; Þjóðverjar með rúmlega 49.000 gistinætur, Bandaríkjamenn um 44.600 og Bretar um 22.600.

Nýting herbergja á hótelum í ágúst 2014
Er horft er til nýtingar gistirýmis má sjá að hótel á Suðurnesjum voru í efsta sæti með 94,1% og þar á eftir kom Austurland með 91,5%.

 Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: