- Advertisement -

Glórulaus vitleysa byggð á glórulausri efnahagsstjórn

Þetta fólk telur það sitt aðalhlutverk að vernda auð hinna ríku.

Gunnar Smári skrifar:
Á morgun er ár síðan að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónaveiruna. Afleiðingar af faraldrinum hafa verið hörmulegar; 29 manns hafa látist, um 9 þúsund manns misst vinnuna og í fyrra dróst landsframleiðsla saman um 6,6% sem jafngildir því að um 208 milljarðar króna hafi horfið út úr hagkerfinu.

Á sama tíma hækkaði virði 18 fyrirtækja í Kauphöllinni um 576 milljarða króna eða um 54% (Icelandair er ekki talið með). Eigendur þessara fyrirtækja eru þessum fjármunum ríkari eftir kórónafaraldurinn og kreppuna sem honum fylgdi. Til viðbótar við 16,5 milljarða sem þeir greiddu sér í arð.

Hvernig má það vera að hin ríku auðgast í stórkostlegum efnahagslegum samdrætti? Hvernig má það vera að Kvika og Eimskip eru nú tvöfalt verðmeiri en fyrir faraldur, Síminn og Sjóvá meira en 80% verðmeir og þar fram eftir götunum?

Þetta er fólkið sem á Ísland. Og þig þar með.

Það er náttúrlega glórulaus vitleysa byggð á glórulausri efnahagsstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Ásgeirs Jónssonar. Þetta fólk telur það sitt aðalhlutverk að vernda auð hinna ríku, ekki að tryggja afkomu hinna fátæku, ekki að útvega störf fyrir þau sem eru atvinnulaus og ekki að örva raunhagkerfið. Það telja það mikilvægast af öllu að blása hér upp eignabólu og þar með eignir ríkasta 0,1 prósent landsmanna, mest auð 0,01% ríkasta fólksins sem telur kannski 14 fjölskyldur.

Þetta fólk er miklu ríkara í dag en fyrir cóvid. Það fékk mestu aðstoðina frá stjórnvöldum.

Þetta er fólkið sem á Ísland. Og þig þar með.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: