- Advertisement -

Græðgi Landsvirkjunar slátrar stóriðjunni

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Algjörlega magnað að á sama tíma og því er haldið fram að verið sé að „gefa“ raforkuna til stóriðjunnar þá er talað um að arður frá Landsvirkjunar í nýjan auðlindasjóð geti numið 377 milljörðum á næstu 10 árum! Þetta er meðal þess sem kom fram á morgunverðarfundi Landsvirkjunar.

Eins og kemur fram í þessari frétt þá koma 80% af viðskiptum við Landsvirkjun frá orkusæknum iðnaði og það gefur því auga leið hvaðan stærsti hluti af þessum 377 milljörðum eiga að koma frá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Grundartanga liggur fyrir að verið er að grípa til róttæks niðurskurðar með fækkun starfsfólks.

Á þessu sést eins og ég hef verið að skrifa um, það á að slátra stóriðju á Íslandi vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar og það myndi ekkert fyrirtæki neins staðar í heiminum sætta sig við að öll framlegð þess sé þurrkuð upp eins og til stendur að gera hér að hálfu Landsvirkjunar.

Það liggur fyrir að eftir að nýr raforkusamningur var gerður við álverið í Straumsvík árið 2010 þá hefur fyrirtækið nánast verið rekið með tapi síðan og nemur tapið um 16 milljörðum. Nýtt raforkuverð var einnig nýverið knúið í gegn af Landsvirkjun gagnvart Norðuráli og Elkem Ísland á Grundartanga sem mun hækka raforkureikning þeirra saman
lagt um 5,3 milljarða á ári.

Á Grundartanga liggur fyrir að verið er að grípa til róttæks niðurskurðar með fækkun starfsfólks, lækkun launakostnaðar og fjárfestingastopps, allt vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar.

Ég held að stjórnvöld ættu að virkja að nýju samráðshóp fjögurra ráðuneyta eins og gert var þegar WOW air var að falla og gera viðbragðsáætlun og greiningu á því hvað muni gerast ef Landsvirkjun nær að eyðileggja samkeppnishæfni stóriðjufyrirtækja þannig að þau myndu loka og hætta starfsemi hér á landi. Þetta er raunveruleg hætta!

Það er ljóst hvað myndi gerast hér á Akranesi, við gætum nánast slökkt ljósin svo mikilvægur er þessi iðnaður okkur Akurnesingum og reyndar Vesturlandi öllu. Þetta er raunveruleg hætta því hvaða tvö fyrirtæki myndu þola án afleiðingar 5,3 milljarða hækkun á rekstrarkostnaði á ári.

Það er verið að stefna lífsviðurværi og atvinnuöryggi starfsmanna í stóriðju í stórkostlega hættu allt með vitneskju og leyfi íslenskra stjórnvalda!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: