- Advertisement -

Græðgiseðlið er drif­kraft­urinn

Illt er að sjá ef gam­al­grón­ir vinstri­menn ætla nú að taka við fyrr­nefndu hlut­verki bergþurs­anna.

Bjarni Harðarson, bókaútgefandi og fyrrum þingmaður Framsóknar, skrifar langa og kröftuga grein í Mogga dagsins. Hér er byrjað á að vitna í lok greinarinnar, þar segir:

„Það er sjaldn­ast af stjórn­mála­legri hug­sjón sem oligarkar og banksterar heims­ins vilja af­nema rík­is­rekst­ur. Drif­kraft­ur þeirr­ar bar­áttu er hið óskemmti­lega græðgiseðli að sölsa und­ir sig sjálf­an op­in­ber­ar eig­ur. Alla jafna hef­ur fót­göngulið Sjálf­stæðis­flokks­ins verið lið hinna nyt­sömu sak­leys­ingja í þeirri bar­áttu en nú er mörgu á haus snúið. Illt er að sjá ef gam­al­grón­ir vinstri­menn ætla nú að taka við fyrr­nefndu hlut­verki bergþurs­anna sem kasta milli sín fjör­egg­inu.“

Bjarni leggur baráttunni gegn orkupakkanum lið sitt. Hann byrjar grein sína svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stjórn­mála­menn sem hampa þeirri miður göf­ugu hug­sjón að græða á dag­inn en grilla á kvöld­in hafa síðustu miss­er­in eign­ast nyt­sama banda­menn í hug­sjóna­fólki sem sér aðild Íslands að ESB sem lang­tíma­mark­mið.“

Hér er tekið eitt dæmi um hvaða hættumerki Bjarni sér:

„Eft­ir ný­legt viðtal við for­stjóra Lands­virkj­un­ar þar sem hann hvet­ur til samþykk­is orkupakk­ans er eng­um blöðum um það að fletta hvað það er sem dreg­ur vagn­inn í þessu gör­ótta máli. Þar ræður vilji einkavæðingargæðinga sem sjá sér færi á að nota Evr­ópu­sam­bandstil­skip­an­ir til þess að sópa und­ir einkavæðingaráform orku­fyr­ir­tæki sem nú eru í þjóðar­eigu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: