- Advertisement -

Guðjón hefur dregið játninguna til baka

Sagan var hins vegar tilbúin af hálfu ákæruvaldsins.

Guðmundar Gunnarsson skrifar þetta nauðsynlega innlegg:

Nokkur brot úr viðtali við Guðjón Skarphéðinsson í Morgunblaðinu 13. feb. 1996 bls. 12.

Þar dregur hann vitnisburð sinn í Geirfinnsmálinu til baka og segir að framburður sem hann gaf í Geirfinnsmálinu svokallaða hafi ekki verið réttur.

Guðmundur Gunnarsson.

Guðjón fullyrðir að ákæruvaldið hafi búið til sögu um afdrif Geirfinns Einarssonar, sem hann hafi á þeim tíma fallist á að væri rétt. Hann segir að þrýstingur á sig um að upplýsa málið og vafasamar rannsóknaraðferðir hafi átt mestan þátt í að hann játaði.

Hann fullyrðir að í Geirfinnsmálinu hafi verið litið framhjá alls kyns lausum endum, – sem ekki hafði tekist að hnýta áður en dæmt var í málinu. Ástæðan var sú að á þessum tíma virtist þjóðin vera á barmi einhvers konar móðursýkiskasts og krafðist þess að dæmt yrði í því. Þess eru engin dæmi að það hafi verið sóttir rannsóknarmenn til annarra þjóðríkja til þess að rannsaka mál í öðru þjóðríki.

Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.

Mér er ekki kunnugt að slíkt hafi gerst í öðrum löndum nema þar sem ríkir hernámsástand. í þessu máli var sóttur maður sem hlaut sína frumþjálfun í stofnun sem fæstir minnast af mikilli virðingu í dag. Hann var sóttur til Þýskalands til að hreinsa til í þessu máli. Ég held að það hafi verið mjög vafasamt tiltæki.

Á sínum tíma var ég spurður hvar ég hefði verið tiltekinn dag fyrir tveimur árum. Ég gat ekki svarað spurningunni, enda hugsa ég að flestir ættu í erfiðleikum með að svara slíkri spurningu. Ég hafði enga fjarvistarsönnun. Sagan var hins vegar tilbúin af hálfu ákæruvaldsins. Það vantaði bara einn mann í söguna til þess að hún passaði.

Þetta er saga sem hefst árið 1974 þegar tveir menn hverfa af einhverjum orsökum og hún vindur síðan hastarlega upp á sig. Hópur manna var handtekinn og dæmdur fyrir að bera ábyrgð á hvarfi þeirra. Fólk hefur hins vegar haldið áfram að hverfa.


Ef þú getur það ekki getur þú alveg eins skrifað játninguna sjálfur.

Nýlega hvarf kona í Reykjavík og tveir drengir hurfu í Keflavík í maí í fyrra. Enginn hefur verið handtekin vegna þessara mála. Af hverju hefur það ekki verið gert? Einhver sá þau síðast, o.s.frv. Á hverju ári hverfa nokkur hundruð manna í Danmörku. Sumir finnast og sumir ekki. Ef eitthvað saknæmt er við hvarf þeirra er reynt að rannsaka það.

Þess eru hins vegar dæmi að það sé látið hjá líða að rannsaka mál hér í Reykjavík þó að það sé sterkur grunur um að saknæmir atburðir hafi gerst. Stundum eru hlutir rannsakaðir og þá getur maður lent í hinum ótrúlegustu málum af hálfu ákæruvaldsins þegar maður hefur ekkert til að halda sér í. Sannanir um saknæma atburði voru lagðar fram.

Það er ákæruvaldsins að sanna að það hafi verið eitthvað saknæmt í sambandi við þessi tvö mannshvörf árið 1974. Ég álít að ákæruvaldinu hafi ekki tekist það. Það er kjarni málsins.
Þegar þú ert búinn að setja mann í fangelsi verður þú að hafa einhverja tryggingu fyrir að sakborningurinn sé að segja satt. Ef þú getur það ekki getur þú alveg eins skrifað játninguna sjálfur.

Við yfirheyrslur er mönnum lögð orð í munn. Sakborningurinn veit hvað þú vilt heyra. Þegar þið talið saman í átta tíma á dag, dag eftir dag, og sakborningurinn getur ekki sofið og er farinn að fá díezepam, mogadon og valíum, er sakborningurinn orðinn algerlega glórulaus eftir nokkra daga. Þá er ekki orð að marka hvað hann segir. Þetta mál fór því miður í þennan farveg.“

Fékkst þú lyf meðan á yfirheyrslum stóð? „Ég gat ekki alltaf sofið og bað um svefnlyf og fékk þau. Ég fékk einnig eitt af þessum geðlyfjum, sem ég man ekki hvað heitir en var þá nýbúið að fínna upp, en efni í því er m.a. uppistaðan í þessum svokölluðu e-pillum sem mikið hafa verið í fréttum. Þetta var mikið kraftaverkalyf og hafði geysilega sterk áhrif á mig.“

Guðjón sagðist ekki hafi verið beittur harðræði í varðhaldinu, en ýmsar vinnuaðferðirnar, sem lögreglan notaði við að færa sönnur í málinu, hefðu verið vafasamar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: