- Advertisement -

Guðmundur Andri poppúlisti

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Hér er popúlisti sem treystir á að almenningur muni ekki neitt og hægt sé að ljúga hverju sem er að honum. Samfylkingin og forverar hennar leiddu Sjálfstæðisflokkinn til valda 2007-09, 1992-95, 1987-88, 1980-83, 1959-71; segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ætíð verið fyrsti valkostur Samfylkingarinnar og forvera hennar þegar kom að ríkisstjórnarmyndun. Og ástæðan er ekki Betra fólkið sem Andri kallar svo, vinstra fólk sem gagnrýnt hefur Samfylkinguna og forvera hennar fyrir auðsveipni gagnvart auðvaldinu, fyrir að hafa gert nýfrjálshyggna efnahagsstefnu að grunnstefi sinnar stefnu og fyrir að gleypa við nýfrjálshyggju Evrópusambandsins af sannfæringu um að ekkert slæmt geti komið úr því musteri. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, ástæðan er sú að Samfylkingin og forverar hennar hafa beygt sig undir forystu Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálasviðinu.

Nei, ástæðan er sú að Samfylkingin og forverar hennar hafa beygt sig undir forystu Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálasviðinu, forysta Samfylkingarinnar hefur sætt sig við að þiggja mola af borði Sjálfstæðisflokksfólks í stað þess að baka almennilegt rúgbrauð í Alþýðubrauðgerðum hinna kúguðu, sannkallaðan þrumara sem gagnast alþýðu manna betur en sífelldar verðlaunaveitingar forystu Samfylkingarinnar til sjálfrar sín fyrir að vera á einhvern dularfullan hátt réttborin til þess að vera ein rödd og samviska alþýðunnar – þótt alþýðan hafi margsinnis hafnað leiðsögn þessarar forystu. 

Í síðustu mælingu MMR mældist Samfylkingin með 12,5% fylgi, sem er minna fylgi en flokkurinn fékk 2013 eftir samfellda stjórnarsetu í sex ár, fyrir og í gegnum Hrun, og álíka fylgi og Alþýðuflokkurinn gamli fékk eftir niðurlægingarvist í nýfrjálshyggjuríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.

Ef forysta Samfylkingarinnar vill vera í stærri flokki ætti hún að sameinast Viðreisn og kannski Pírötum og láta vinstra fólk í friði í endurskipulagningu sinnar baráttu.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: