- Advertisement -

Guðmundur Ingi: Almannatryggingakerfið er „skelfilegt óféti“

Bjarni: „Hversu mikið við erum að leggja á okkur til að standa með fólki sem er í veikri stöðu.“

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, hættir ekki baráttu sinni fyrir að fólk sem veikast stendur. Hér spyr hann Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um erfðafjárskattinn og hversu illa hann kemur við fátækasta fólkið.

„Við erum alltaf að sjá nýja og nýja mynd af því hversu ömurlegt og skelfilegt þetta óféti er, þetta bútasaumaða skrímsli sem almannatryggingar eru orðnar og hvernig það bítur fólk illa. Við erum með erfðafjárskatt og við höfum áður tekið þessa umræðu við hæstvirtur fjármálaráðherra, að það er 5 millj. kr. frítekjumark — sem bítur hvernig? Jú, það bítur nær 3 milljónir af hjá öryrkjunum og yfir 3 milljónir af hjá eldri borgurum, sem eru á lægstu bótum almannatrygginga. Þetta finnst hæstv. ráðherra alveg gífurlega sanngjarnt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

BB: …hafa þeir skoppað út og suður.

Svo spyr Guðmundur:

„Ég spyr: Hvernig fær hann það út að veikt fólk, sem er á lægstu bótum, sem þarf virkilega á þessum peningum að halda, eigi að borga inn í kerfið, en hinir, sem standa virkilega vel og hafa það gott, eigi ekki að gera það? Eigum við ekki að snúa þessu við? Eigum við ekki að láta þá sem þurfa helst á þessum peningunum halda að fá þá og skattleggja féð um allt að 50–60% hjá hinum sem ekki þurfa á því að halda?“

Bjarni steig í ræðustól Alþingis og sagði:

„Ég er meira en reiðubúinn til að ræða breytingar á þessum kerfum. En ég vil alltaf halda því til haga þegar menn benda á gallana á kerfinu hversu stórt það er, hversu miklu hefur í raun og veru verið bætt við í þessu kerfi á undanförnum árum, hversu mikið við erum að leggja á okkur til að standa með fólki sem er í veikri stöðu. Við erum að gera það.“

GIK: Þarna er verið að setja skatta á þá sem síst skyldi.

Guðmundur Ingi var ekki sáttur:

„Hæstvirtur ráðherra kemur hingað upp og segir: Það verður óbreytt, 109.000 kr. á næsta ári. Það er ekki óbreytt. Það er lækkun. Ef það væri óbreytt ætti það að taka vísitöluhækkun og vera 112.500 kr. Þarna er verið að setja skatta á þá sem síst skyldi, fólkið sem er virkilega að reyna eftir bestu getu að vera í vinnu.

Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum getið þið ekki einu sinni hækkað þetta um 3,5%, þessi litlu 3,5%? Ekki um 5,2% eins og það ætti að vera, eða 7%. Nei, þið ætlið að halda þessu óbreyttu og eruð stoltir af því. Ég sé ekki hvernig hægt er að vera stoltur af því að hafa þetta svona vegna þess að þetta er skattahækkun.“

Bjarni var samur við sig:

„En ef við skoðum þróun þeirra. hvað eigum við að gefa okkur? 12 ár aftur í tímann?, hafa þeir skoppað út og suður, bæði skerðingarprósentan sjálf en líka viðmiðunarfjárhæðin. Þannig vorum við ekki að færa upp til verðlags þegar við hækkuðum upp í þessar rétt um 110.000 kr. síðast, heldur hækkuðum við viðmiðunarmörkin í því tilviki um marga tugi þúsunda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: