- Advertisement -

Gulli les blöðin

Ætlar hann sem sagt bara að sitja og fylgjast með fréttaskeytum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Framlag Guðlaus Þórs utanríkisráðherra til Samherjamálsins er að sitja og fylgjast með hvað gerist í útlöndum. Fréttamaður RUV margspurði í fréttunum í kvöld hvernig utanríkisráðuneytið hygðist taka á málinu. Ekkert svar nema að ráðuneytið mun fylgjast með hvað önnur lönd segja og gera varðandi málið. Hann bauð ekki uppá tafarlausa fundi hvorki við fulltrúa frá Namibíu né Noreg um að fletta ofan af spillingunni. Og og biðja Namibíu formlegrar afsökunar. Ætlar hann sem sagt bara að sitja og fylgjast með fréttaskeytum frá Reuters eða öðrum fréttaveitum. Og hvað ætlar hann að gera þegar slæmar fréttir koma af málinu í erlendu pressunni eða frá erlendum rannsóknaraðilum. Það fylgdi ekki sögunni. Ætlar hann kannski að senda skeyti og fullyrða að þetta sé ekki svo slæmt. Það séu nú tvær hliðar á öllum málum. Og að málið sé í ferli á Íslandi. Kannski verður myndaður aðgerðahópur, starfshópur eða nefnd um sjávarútvegsmálin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: