- Advertisement -

Gunnar Bragi fær á baukinn

Hið fræga skag­firska efna­hags­svæði væri ekki mik­ils virði án sjó­sókn­ar og sjáv­ar­afla.

Jónas Elíasson prófessor skrifar um Gunnar Braga Sveinsson, sem hann kallar „hin glaðbeitta Skag­f­irðing“. Tilefnið er gagnrýni Gunnars Braga á öldudufl. Gunnar Bragi kon il að mynda inn á þetta í Morgunþætti Miðjunnar. Gunnar Bragi sagði ekki mörg störf skapast í viðleitni ríkisstjórnarinnar að fjölga ölduduflum.

Jónas Elíasson skrifar í Moggann:

„Þarna er þingmaður­inn greini­lega að reyna að vera fynd­inn og ekki mun af veita að sýna af sér ein­hverja kæti á þess­um síðustu og verstu tím­um, veir­ur úti um allt og allt lokað og læst, sem hlýt­ur að vera erfitt fyr­ir Skag­f­irðinga sem lýstu sér svona á túrista­ensku: „Horses men and women men and bad with wine“.

Sum­um finnst það áreiðan­lega af­sak­an­legt ef skag­firsk­ir sveita­menn hafa ekki mik­inn áhuga á öldudufl­um en það er nú öðru nær. Hið fræga skag­firska efna­hags­svæði væri ekki mik­ils virði án sjó­sókn­ar og sjáv­ar­afla. Vand­ræði í skag­firsk­um höfn­um vegna öldu­gangs eru ærin og þar sem hafn­ar­skil­yrði eru ekki nægi­lega góð seg­ir út­gerðin bless og fer annað.

Und­ir­ritaður átti þess kost að vinna við hafn­ar­gerð á sjö­unda ára­tugn­um og koma öldu­mæl­ing­um í gang. Síðan hafa tekið við menn sem með mik­illi þraut­seigju hafa byggt upp þessi vís­indi svo vel, að nú eru þeir Íslend­ing­ar þekkt­ir á alþjóðavett­vangi fyr­ir fram­lag sitt á þessu sviði. Það hef­ur komið í ljós – vegna til­veru öldudufla – að það sem maður hélt að væru 10-12 metra öld­ur hér á ár­un­um þegar eng­ar mæl­ing­ar voru til, reynd­ust vera 16-18 metra öld­ur. Þeir út­gerðar­menn sem flúðu heima­hag­ana vegna slæmr­ar hafn­araðstöðu höfðu alla ástæðu til þess.

Svo áfram með öldudufl­in og upp með skag­firska efna­hags­svæðið. Ef mönn­um finnst of fá störf í boði á sviði öldudufla þá er bara að fjölga þeim,“ skrifar Jónas Elíasson af þekkingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: