- Advertisement -

Gunnar Bragi stóð sig vel

„…hafi ég gert þau mistök verð ég bara að lifa með því.“

„Málið sem stendur hér í dag er gott þannig að hv. þingmaður stóð sig vel við að gæta hagsmuna Íslands í málinu og þess vegna er það hér í dag í þessum búningi,“ sagði Áslagiu Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, þegar hún átti í orðaskiptum við Gunnar Braga Sveinsson, fyrrum utanríkisráðherra.

Gunnar Bragi sagði skömmu áður: „…hafi ég gert þau mistök verð ég bara að lifa með því. En þær upplýsingar sem við höfum í dag eru þess eðlis að ég er sannfærður um að við þurfum að taka þetta mál til betri skoðunar og fá tíma til þess frá félögum okkar í EES-samstarfinu.“

Eins sagði Gunnar Bragi: Ég held, virðulegur forseti, að það sé líka allt í lagi skipta um skoðun. Það er allt í lagi ef einhverjir stjórnarþingmenn voru efins á sínum tíma og eru fylgjandi núna að skipta um skoðun. Það er allt í lagi. Ég verð að segja líka, virðulegi forseti, að hafi ég sem ráðherra gert einhver mistök í þessu máli, hafi ég ekki staðið mig, hefði ég átt að taka málið úr þinginu, segja við þingið: Hættið þessu. Við þurfum að gera betur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Ég styð málið.

Áslaug Arna sagði um Gunnar Braga: „…hefur heldur betur skipt um skoðun.“ „Hann stóð sig vel. Hann fékk undanþágur frá ýmsu og tvíhliða stoðin var styrkt í málinu. Málið sem stendur hér í dag er gott þannig að háttvirtur þingmaður stóð sig vel við að gæta hagsmuna Íslands í málinu og þess vegna er það hér í dag í þessum búningi.“

Hún sagðist styðja málið. „Ég styð málið og það þýðir ekki að við þurfum að velta því fyrir okkur að styðja það ekki út af einhverri orkulöggjöf sem er að koma. Nei, við munum vinna hana eins vel og mögulegt er. Hún er á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Það að segja að við séum ekki vakandi yfir henni er rangt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: