- Advertisement -

Gunnar Bragi: „Þetta er alveg arfagalið“

Gunnar Bragi tók til varna fyrir þá Ólaf og Karl Gauta.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var aldeilis ekki sáttur með fundarstjórnina á Alþingi þegar rætt var um samgönguáætlunina. Það gustaði af Gunnari Braga í forsetastól:

„Í gærkvöldi var hringt í mig og mér sagt að það væri vilji manna að ljúka umræðunni með ákveðnum hætti. Ekki var haldinn neinn þingflokksformannafundur til að ákveða það heldur var það gert hér á göngunum og ég upplýstur um að þetta væri það sem verða ætti. Ég talaði að sjálfsögðu strax við forseta og spurði hvað gengi á, hvers vegna ekki hefðu allir verið hafðir með í ráðum og einhver skýring kom á því,“ sagði hann.

Hann tók því næst upp málstað þeirra Ólafs Ísleifssonr og Karls Gauta Hjartarsonar, sem eru utan flokka eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins, eftir að þeir höfðu setið að sumbli á Klaustursbarnum, meðaæl annars með Gunnari Braga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Síðan frétti ég í morgun að hinir óháðir þingmenn sem eru utan þingflokka ættu, eða annar þeirra í það minnsta, fái að tala eingöngu í fimm mínútur. Spurði ég þá forseta hverju þetta sætti því að ég tel óeðlilegt að takmarka ræðutíma þingmanns sem á samkvæmt þingsköpum rétt á ákveðnum hlutum. Var ég þá upplýstur um að þetta væri í fyrsta lagi hefð, öðru lagi sé einhvers staðar í þingsköpum að finna heimild til að gera það. Hvort sem er rétt þá er þetta alveg arfagalið þannig að ég legg til að forseti geri hlé og þessum háttvirtum þingmanni eða þingmönnum verði gefið færi á að tala eins og þingsköp leyfa.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: