- Advertisement -

Hækka laun Bjarna í Orkuveitunni

Sanna Magdalena og Kolbrún finna að launahækkin forstjóra OR.

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, mótmæla að laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR verði hækkuð úr 2.371.889 í 2.502.343,-, eða um 5,5 prósent.

„Erfitt er að skilja þá háu launatölu á meðan að aðrir á vegum borgarinnar og lægst launaða starfsfólkið innan sveitastjórna, sem eru með margfalt lægri laun, hefur verið að knýja á breytingar sem snúa að því að hækka lægstu launin, með miklum erfiðleikum,“ sagði Sanna Magdalena.

Kolbrún mótmælti einnig: „Hækkunin nemur um 130.000 krónum á mánuði. Hækkunin hefur verið gagnrýnd  enda hafi verið samþykkt á síðasta aðalfundi OR að hækka laun stjórnarmanna um 3,7% en ekki 5,5%. Flokkur Fólksins vill minna á að margt fólk sem er með 300.000 krónur í laun á mánuði er ætlað að greiða rúmlega helminginn af því í húsaleigu og lifa á restinni. Hækkun forstjórans á einu bretti nemur helmingi af launum þeirra sem er lægst launaðir í borginni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meirihlutinn segir laun Bjarna hafa lækkað.

Meirihlutaflokkarnir líta þetta allt öðrum augum. Þau segja laun Bjarna hafa lækkað. Það á að hafa gerst vegna þess að Bjarni er ekki lengur stjórnarformaður dótturfélaga Orkuveitunnar og því er vinnuframlag hans minna en áður var.

„Laun forstjóra voru fyrir breytingu 2.888.333 en eru eftir breytingu 2.502.343. Það sem skýrir muninn er að forstjóri OR gegnir ekki lengur stjórnarformennsku í dótturfélögum samstæðunnar. Því hafa laun hans, eins og áður segir, lækkað milli ára. Ekki hækkað,“ segir meirihlutafólkið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: