- Advertisement -

Hækkandi leiguverð er mesti vandinn

Björn Leví og Katrín Jakobsdóttir.

„Hæstvirtur forsætisráðherra annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar segja að ráðstöfunartekjur hafi hækkað svo mikið á undanförnum árum. Síðan 2011 hafa ráðstöfunartekjur samkvæmt tekjusögu.is hækkað um heil 23%, það er ekkert smáræði. Einstæð móðir í fyrstu tekjutíund með eitt til tvö börn hefur hækkað um 29%, það er ekkert smáræði. Á sama tíma hefur leiguvísitalan hækkað um 77,7%. Það er ekkert smáræði,“ sagði Björn Leví Gunnarsson Pírati á Alþingi í gær.

Hann sagði húsnæðisvandann vera rótin að vanda fátæks fólks.

„Húsnæðisvandi er helsta birtingarmyndin en þar er undirliggjandi heilbrigðisvandi, geðheilbrigðisvandi, kynslóðarvandi og stéttarvandi. Það er stéttarvandi af því að þegar maður elst upp í fátækt þá kann maður síður á möguleikana til að velja atvinnu þegar maður klárar grunnskóla eða jafnvel framhaldsskóla. Fólk þekkir bara miklu færri möguleika og stígur inn í annað umhverfi en aðrir hafa alla jafna aðgang að,“ sagði Björn Leví.

„Það er mjög áhugavert að fylgjast með þróun þess hvernig við höfum tæklað fátækt á Íslandi. Í rauninni er hún ekki mikil. Það er ekki til nein greining á því hvað það kostar að laga það vandamál sem fátækt er eða bara á því hvað fátækt kostar yfirleitt,“ bætti Björn Leví við.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: