- Advertisement -

Galopin landamæri í flugstsöðinni

„Ég spyr: Er ekki mál að linni?“

Ásmundur Friðriksson.

Ásmundur Friðriksson sagði á Alþingi að mikið álag fylgdi þeim fjölda hælisleitenda sem hingað kemur. Þá helst á Suðurnesjum.

„Þar er gríðarlegur fjöldi hælisleitenda og staðan er orðin erfið og viðbrögð fólks við stöðunni mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar eru að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafa fyrir löngu misst tökin á landamærunum,“ sagði Ásmundur.

„Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum. Það liggur fyrir að ríkisstofnun er að taka húsnæði á leigu undir hælisleitendur sem áður var leiga á almennum markaði. Heimafólk, sem hefur leigt og verið leigjendur áratugum saman, er komið á götuna. Það hefur í fæstum tilfellum í önnur hús að venda og er látið víkja úr íbúðum vegna fólks sem er á flótta. Þegar ég leitaði eftir svörum um hverju það sætti var mér sagt að þetta væri góður bisness fyrir leigusala,“ sagði Ásmundur Friðriksson.

Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni…

Ásmundi þykir nóg komið: „Nú eru komnar fram hugmyndir í landinu um að reisa flóttamannabúðir. Það er reyndar talað um skipulagða byggð sem er áætlað að kosti 5.000 milljónir. Ég hef ekki séð hvort þær tölur eru inni í fjármálaáætluninni en það er þá ekki til þess að draga saman seglin í ríkisfjármálunum. Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu. Þegar sannleikurinn er orðinn feimnismál er rétt að benda á að samkvæmt áætlun mun hælisleitendum fjölga um 460 manns í hverjum mánuði þetta ár a.m.k. og verða alls 6.000 í árslok, 11.000 á tveimur árum. Ég spyr: Er ekki mál að linni?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: