- Advertisement -

Hafi Katrín skömm fyrir

Gunnar Smári skrifar:

Það er ekki rétt hjá forsætisráðherra að þarna hafi náðst samkomulag í frjálsum samningum. Aðdragandi samninganna voru uppsagnir allra flugfreyja til að ýta á eftir kröfum ríkisstjórnarinnar um að laun flugstéttanna verði lækkuð, en sú krafa er klædd í þann búning að ríkisábyrgð á 10-20 milljörðum til handa félaginu sé bundin aðkomu ófundina áhættufjárfesta að félaginu, en mikilvægasta forsenda hlutafjárútboðs er lækkun launa flugstéttanna. Forsætisráðherra er því að fagna því að fjármagnseigendum takist að lækka laun launafólks með stuðningi ríkisvaldsins. Hafi hún skömm fyrir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: