- Advertisement -

Hafnar „Flokkurinn“ Styrmi og hans mönnum?

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveður á morgun hvort nýtt félag, Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál, fái að vera hluti af Flokknum. Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður félagsins.

Hann skrifar á styrmir.is:

„Í gær var stofnað í Valhöll Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál. Markmiðið með stofnun félagsins er að skapa vettvang innan flokksins, annars vegar fyrir umræður um málefni, sem tengjast fullveldi þjóðarinnar og hins vegar fyrir fræðslufundi um þá áfanga, sem náðust á 20. öldinni í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar svo og í baráttu hennar fyrir að ná yfirráðum yfir auðlindum hafsins í kringum landið.

Í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir að hægt sé að stofna slík félög um einstök málefni en til þess þarf samþykki miðstjórnar. Ósk um slíkt samþykki var send til miðstjórnar fyrir nokkrum vikum og verður væntanlega tekin fyrir á fundi miðstjórnar á morgun, þriðjudag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verði slíkt samþykki veitt mun starfsemi félagsins væntanlega hefjast í janúar.

Hugmyndin að slíkri félagsstofnun kviknaði hjá hópi sjálfstæðismanna sem saman komu í hinum þverpólitísku samtökum Orkan okkar, sem hófu baráttu gegn því að Alþingi samþykkti þriðja orkupakkann svonefnda frá ESB.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: