- Advertisement -

Hagkerfi, sjálfbærni, fréttir og ferðamennska

Sprengisandur Þjóðmálaumræðan heldur áfram í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í fyrramálið.

Góstir gestir koma í þáttinn. Fyrsti gesturinn verður dr. Brynhildi Davíðsdóttur, sem er bæði hagfræðingur og líffræðingur.  Tilefnið er ekki síst að margir helstu visthagfræðingar heims og vísindamenn með áherslu á sjálfbærni munu koma saman og ræða hvernig bregðast megi við auknu álagi á hagkerfi, samfélög og vistkerfi jarðarinnar á slþjóðlegri ráðstefnu visthagfræðinga í Háskóla Íslands dagana 13. til 15. ágúst næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er velferð og jafnrétti innan marka jarðarinnar.

Brynhildur hefur áður komið í þáttinn, þá sagði hún meðal annars: „Sjálfbær þróun kallar ekki á stöðvun hagþróunar, þvert ámóti. Hún kallar á að við reynum að fá hagkerfin okkar til að þróast til aukinnar hagsældar. Ekki endilega hagvaxtar. Á sama tima að vernda  umhverfið og uppfylla það sem við köllum félagsleg markmið. Það eru þessar þrjár stoðir, og það er einmitt á þennan hátt, þarna inn í sjálfbærnihugtakinu sem hagkerfin og lífkerfin skarast og við þurfum að reyna að stjórna þessari skörun.“

Til að fara yfir helstu tíðindi liðna daga koma Ragnar Önundarson og Margrét Tryggvadóttir. Fólk sem hefur skoðanir og er óhrætt að deila þeim. Víst er að þau munu varpa nýju ljósi á margt sem hefur verið sagt og marg sem hefur gerst að undanförnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðan verður rætt um mest vaxandi atvinnuveg þjóðarinnar, það er ferðaþjónustuna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: