- Advertisement -

„Hagkvæmni fórnað fyrir pólitískar kreddur“

En ríkisstjórnin virðist í stefnumörkun sinni knúin áfram af hreinni andúð á hvers kyns einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu.

Þorsteinn Víglundsson skrifar:

Þorsteinn Víglundsson.

Það má spyrja sig hvort sé í forgangi í heilbrigðisstefnu núverandi ríkisstjórnar; fólkið sem þarf á mikilvægri þjónustu þess að halda eða pólitískar kreddur um hvernig reka skuli heilbrigðiskerfið sjálft. Mikið hefur verið fjallað um stóraukna þörf á liðskiptaaðgerðum og augnsteinaskiptum að undanförnu. Enginn vafi leikur á mikilvægi þessara aðgerða fyrir lífsgæði fólks. Fjöldi aðila hér innanlands hefur og getur sinnt þessum aðgerðum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar markað þá stefnu að færa aðgerðir frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum til Landspítalans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér standa. Fjölda aðgerða hefur fækkað um 20% á sama tíma og biðlistar hafa lengst.

Við eigum fjölmörg dæmi um mikilvægi sjálfstætt starfandi sérfræðinga fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. En ríkisstjórnin virðist í stefnumörkun sinni knúin áfram af hreinni andúð á hvers kyns einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu. Samningar við sjálfstætt starfandi lækna hafa ekki verið endurnýjaðir og á meðan lengjast biðlistar enn frekar.

Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér standa. Fjölda aðgerða hefur fækkað um 20% á sama tíma og biðlistar hafa lengst. Þegar ég spurði heilbrigðisráðherra út í þessa ógnvænlegu þróun í óundirbúnum fyrirspurnum Á Alþingi í gær var því miður fátt um svör hvernig bregðast ætti við þessari þróun.

Útgjöld til heilbrigðismála hafa stóraukist á undanförnum árum enda er þverpólitísk samstaða um að stórefla heilbrigðisþjónustuna. Það er hins vegar ekki nóg að ausa bara peningum á vandann. Það þarf að reka heilbrigðiskerfið okkar með skynsömum hætti þar sem góð þjónusta samhliða skilvirkni og hagkvæmni ræður för. Hér er ekki vel farið með opinbert fé.

Hér er hagkvæmni fórnað fyrir pólitískar kreddur og andúð á einkaframtaki. Það er tímabært að setja hagsmuni notenda heilbrigðisþjónustunnar.

Skrifin birtust fyrst á Facebooksíðu Þorsteins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: