- Advertisement -

„Halda að einkarekstur sé töfralausnin“

„Gleymum því ekki að það var pólitísk ákvörðun að svelta heilbrigðiskerfið og það er þess vegna sem það ræður ekki við meira álag og biðlistarnir lengjast.“

„Í kosningunum í september urðu ekki þau tímamót sem við jafnaðarmenn vonuðumst eftir. Stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var með pompi og pragt, og fjárlagafrumvarpið voru okkur sannarlega vonbrigði,“ sagði Oddný Harðardóttir í ræðu um stefnu ríkisstjórnarinnar.

„Í stjórnarsáttmálanum er hvergi talað um fátækt eða skýrar aðgerðir til að útrýma fátækt og auka jöfnuð. Það er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af menntamálunum í höndum þessarar ríkisstjórnar sem hefur tætt mennta- og menningarráðuneytið niður og dritað um stjórnkerfið. Og sjávarútvegsmálin eiga að fara í enn eina nefndina. Talað er um sátt um auðlindir okkar en hverjir eiga að sættast og um hvað? Kannanir sýna að þjóðin er eðlilega ósátt með sinn hlut í arðinum af fiskveiðiauðlindinni. Og hvarflar að einhverjum að stórútgerðin gefi forréttindin eftir átakalaust?

Í heilbrigðismálum virðast stjórnarliðar halda að einkarekstur sé töfralausnin. Gleymum því ekki að það var pólitísk ákvörðun að svelta heilbrigðiskerfið og það er þess vegna sem það ræður ekki við meira álag og biðlistarnir lengjast. Eldra fólk er fast inni á sjúkrahúsum vegna þess að ekki er pláss á hjúkrunarheimilum og margir aðrir bíða úrræða. Ástandið er til komið vegna pólitískra ákvarðana og fátt sem bendir til að úr því verði bætt í bráð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: