- Advertisement -

Hálf hlægileg skrif Samfylkingarfólks

Gunnar Smári skrifar:

Samfylkingin hefur ætíð, og forverar hennar líka, samþykkt spillingu stjórnmálakerfisins…

Hálf hlægilegir þessir póstar Samfylkingarfólks um að það myndi sko ráða sótsvart íhaldsfólk og sturlaða nýfrjálshyggjumenn í allskonar störf, til að sýna að það sé betur innrætt en helvítis Sjálfstæðisflokkurinn. Samfylkingin hefur ætíð, og forverar hennar líka, samþykkt spillingu stjórnmálakerfisins og stjórnsýslunnar, troði sínum flokksgæðingum í feitar stöður og eyðilagt með því margar af stofnunum samfélagsins. Og aldrei gert neinar sérstakar athugasemdir við að aðrir flokkar gera slíkt hið sama. Og Samfylkingin hefur líka sýnt það í gegnum tíðina að hún beygir sig undir að Sjálfstæðisflokkurinn ráði mest og skipi í flestar stöður; eigi dómskerfið og fái að veikja eftirlitsstofnanir eins og hann vill með því að troða þangað óhæfum flokkshestum.

Þetta röfl Samfylkingarfólks núna, sem á að sanna að það sé á einhvern hátt betur gerðar manneskjur en greyið hann Bjarni Ben; þetta er ekki bara óralangt frá sannleikanum heldur líka óralangt frá kjarna málsins. Þetta snýst ekki um þig, Samfylkingarmaður; þú ert ekki fórnarlambið hér; þú ert einn af gerendunum, þú ert skaðræði sem á að þegja og hlusta núna. Fórnarlömbin eru fólk sem ekki njóta verndar stjórnarmálaflokka, þ.m.t. Samfylkingarinnar, og fær ekki þann framgang sem það á sannarlega skilið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: