Alþingi
„Mig langaði til að ræða hér aðeins um stöðu garðyrkjubænda sem eru að kljást núna við hátt raforkuverð sem hægt er að laga, alveg eins og með loðnubræðslurnar, með því að skapa hvata í löggjöf. Mig langar til að leggja hratt fram fimm tillögur til ráðherra varðandi garðyrkjubændurna: Klárum orkuöryggi almennings, það hjálpar til. Endurskoðum eigendastefnu Landsvirkjunar til að passa upp á að þar séu samfélagslegir hvatar. Aukum stuðning í gegnum nýjan Loftslags- og orkusjóð fyrir orkusparandi búnað sem dregur úr orkunotkun. Endurskoðum niðurgreiðslu flutnings- og dreifikostnaðar og eflum menntun í gegnum Garðyrkjuskólann m.a. (Forseti hringir.) Við erum fús að vinna með ykkur að þessum málum en þau skipta gríðarlega miklu máli fyrir garðyrkjubændur,“ sagði Halla Hrund Logadóttir nýr þingmaður Framsóknarflokks á Alþingi.
- Advertisement -
Auglýsing
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.