- Advertisement -

Halldór hvetur til úrsagna úr Flokki fólskins – yfir í Miðflokk

Ólaf­ur og Karl Gauti hafa fylgt eft­ir bar­áttu­mál­um flokks­ins.

Séra Halldór Gunnarsson í Holti hvetur til úrsagna úr Flokki fólksins og skorar á flokksfólk að skrá sig í Miðflokkinn. Halldór einn af stofnendum Flokks fólksins.

Það er fleira eftirtektarvert í grein hans í Mogganum í dag. Þar skrifar hann um Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, sem hann segir að farið hafi út fyrir sitt starfssvið.

„Fyr­ir ein­dregna áeggj­an skrif­stofu­stjóra Alþing­is sögðu þeir sig úr þing­flokkn­um. Ég tel að skrif­stofu­stjór­inn hafi þar farið út fyr­ir sitt starfs­svið og skjöplast í túlk­un sinni á þing­skap­ar­lög­um. Eng­inn gat rekið þá úr þing­flokkn­um, aðeins meiri­hluti þing­flokks­ins sjálfs, sem var ekki fyr­ir hendi í þessu til­viki. Síðan ger­ist það, að þing­for­seti úti­lok­ar þessa tvo þing­menn frá umræðu í upp­hafi þing­fund­ar eft­ir jóla­leyfi, þrátt fyr­ir að þeir hafi fengið boð skrif­stofu­stjóra um þátt­töku og svarað því já­kvætt,“ skrifar hann um stöðu þingmanna Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar. Halldór segir þá hafa borið uppi allt málefnastarf flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Halldór Gunnarsson segist hafa fengið þá Ólaf og Karl Gauta í framboð fyrir Flokk fólksins.

Halldór segist hafa rætt við Sigmund Davíð formann Miðflokksins sem hét því að málefni Flokks fólksins yrðu fylgt eftir í sínum flokki.

„Þegar þing­for­seti hafnaði því að dr. Ólaf­ur Ísleifs­son fengi að tala fyr­ir hönd tveggja þing­manna utan flokka, með þeirri skýr­ingu að hon­um hefði ekki borist ósk­ir um það, þá óskaði ég eft­ir fundi með for­manni Miðflokks­ins, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, til að ræða um hugs­an­lega komu þess­ara þing­manna til Miðflokks­ins með þau mál, sem þeir hefðu flutt á lands­fundi flokks­ins. Að lokn­um tveim­ur fund­um full­vissaði Sig­mund­ur mig um að þess­um mál­um yrði fylgt eft­ir af Miðflokkn­um, kæmu þeir til liðs við flokk­inn.“

„Kjós­end­ur flokks­ins eiga flokk­inn með mál­efn­un­um, sem flutt eru hverju sinni, en ekki formaður flokks­ins. Ólaf­ur og Karl Gauti hafa fylgt eft­ir bar­áttu­mál­um flokks­ins. Fylgj­um þeim til þeirr­ar bar­áttu,“ skrifar séra Halldór Gunnarsson í Holti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: