- Advertisement -

Handritin kynnt skólakrökkum

Skólakrakkar hafa fengið að kynnast handritum Árnastofnunar  gegnum safnkennslu í allmörg ár. Síðan í vor hefur fulltrúi Árnastofnunar farið í skólaheimsóknir og kynnt handritin þar.

Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari á Árnastofnun, hefur frá árinu 1996 haldið utan um safnkennslu á handritasýningum Árnastofnunar, tekið á móti skólahópum og boðið upp á fræðslu um handritin. Segir á vef Árnastofnunar að forsendur fræðslunnar hafi breyst og hafi Svanhildur María lagt land undir fót með safnfræðsluverkefnið og heimsótt grunnskóla á landsbyggðinni. Fyrsti viðkomustaður var Akranes og hefur nú Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri og fleiri bæir bæst í hópinn.

Heimsóknir í fimm Grunnskóla á Vesturlandi hafa verið áformaðar í nóvember: Grunnskólinn í Borgarnesi, Laugargerðisskóli og Varmalandsskóli í Borgarfirði, Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit og Reikhólaskóli í Reykhólahreppi. Von er á að verkefnið haldi áfram á komandi misserum.

Sjá nánar á vef Árnastofununar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mynd tekin af vef Árnastofnunar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: