- Advertisement -

Hanna Birna endurheimtir traust

Sprengisandur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Sprengisandurá Bylgjunni, ekki vera í vafa um að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, „…með henn­ar eig­in­leika ætti eft­ir að end­ur­heimta það traust sem hún kynni að hafa misst vegna máls­ins. Hann ít­rekaði að ekk­ert hefði komið fram sem sýndi fram á aðkomu henn­ar að mál­inu. Fyr­ir vikið væri eng­in ástæða fyr­ir hana að segja af sér embætti inn­an­rík­is­ráðherra.“

„Ég tel að Hanna Birna kom­ist í gegn­um þetta mál. Það er mín spá,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði aug­ljóst að upp væri kom­in mjög óþægi­leg staða fyr­ir Hönnu Birnu eft­ir að Gísli Freyr Val­dórs­son ann­ar aðstoðarmaður henn­ar var ákærður fyr­ir að hafa lekið um­rædd­um upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Hann teldi hins veg­ar að hún hefði brugðist rétt og hratt við þegar í ljós kom að aðstoðarmaður­inn hefði verið ákærður. Viðbrögð Hönnu Birnu hefðu verið rétt. Þá hefði ekk­ert komið fram sem sýndi fram aðkomu henn­ar að mál­inu.

Spurður hvort hann hefði áhuga á því að taka að sér dóms­mála­hluta inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins eft­ir að Hanna Birna óskaði eft­ir því að þau mál væru færð til ann­ars ráðherra á meðan á dóms­máli gegn Gísla Frey stend­ur yfir sagðist hann í sjálfu sér hafa nóg á sinni könnu. Hvernig sem það mál yrði leyst ætti ein­fald­lega eft­ir að ræða.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: