- Advertisement -

„Harpa er ógjaldfær“

„Reksturinn er því óarðbær sem nemur 3,8 milljörðum á þessum tveimur árum.“

„Reykjavíkurborg á 46 prósent í Hörpu ohf. sem er mikill fjárhagslegur baggi á bæði ríki og borg. Heildarframlög Reykjavíkur til Hörpu ohf. á 2020 og 2021 er 1.530 milljónir. Verið er að óska eftir auka fjárframlögum frá Reykjavíkurborg upp á 263 milljónir á árunum 2020 og 2021. Samtals er Reykjavíkurborg því að leggja inn í félagið tæpan 1,8 milljarð á tveimur árum. Hlutur ríkisins í viðbótarframlaginu eru 309 milljónir. Samtals eru þetta því aukafjárframlög upp á 572 milljónir. Ríkið leggur á þessu tveggja ára tímabili tæpa 2 milljarða inn í félagið með aukafjárframlögunum. Reksturinn er því óarðbær sem nemur 3,8 milljörðum á þessum tveimur árum,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi.

„Fasteignagjöld sem Reykjavíkurborg leggur á Hörpu hafa löngum verið íþyngjandi og tillaga sem ég flutti í fjárhagsáætlun fyrir 2021 að borgin félli frá fasteignagjöldum á árunum 2020 og 2021 vegna tekjufalls út af COVID-19 var felld. Innheimt fasteignagjöld á árinu 2020 námu 321 milljónum og á þessu tveggja ára tímabili er Reykjavíkurborg að fá 650 milljóna tekjur af húsinu. Vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri er að gera. Öllum má vera ljóst að Harpa ohf. er ógjaldfær. Óskað er eftir að framkvæmdastjóri Hörpu komi á fund borgarráðs sem og geri grein fyrir rekstri félagsins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: