- Advertisement -

Hausatalningar Sjálfstæðisflokksins

Halda má að nóg sé að gera hjá spjaldskrárriturum Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Þar á bæ er fylgst vel með hvaða fólk leggur steina í götur fyrirætlanna flokksins. Óli Björn Kárason, þingmaður flokksins, kemur inn á þetta í grein sem birt er í Mogganum í dag.

„Auðvitað á það ekki að koma á óvart að pólitískir lukkuriddarar vilji umbylta stjórnkerfi fiskveiða og ekki síður stórauka álögur á sjávarútveginn. Það er hins vegar athyglisvert hverjir hafa ákveðið að gerast skjaldsveinar lukkuriddaranna.“

Hér virðist engu leynt. Það er fylgst með hver segir hvað. Óla Birni þykir sem andstæðingar lækkandi veiðigjalda ganga langt. Hann segir á einum stað í greininni:

„Pólitískir lukkuriddarar nota þau vopn sem hentar hverju sinni. Arðgreiðslur til hluthafa sjávarútvegsfyrirtækja eru sagðar óeðlilegar og merki um að fyrirtækin geti vel greitt hærri veiðigjöld, miklu hærri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeirra á meðal var forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir.

 

Ég er svo sammála Katrínu Jakobsdóttur eins og hún talaði fyrir síðustu kosningar. Hér er úr viðtali á RÚV við hana, þarna er hún að tala um veiðigjöldin. Það er þess vegna nokkuð einkennilegt að ríkisstjórn hennar sé núna að reyna að lækka veiðigjöld. Hvað hefur breyst? Ég sé engin sannfærandi rök.

Posted by Salvör Kristjana on 5. júní 2018


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: