- Advertisement -

„Hef ekki hugmynd um hvað er rétt eða rangt í þessu máli“

….nauðsynlegt að umræða um mögulegan rétt fósturs fari fram…

Sigríður Á. Andersen sagði, á Alþingi í dag, þegar atkvæðu voru greidd um þungunarrofið:

„Ólíkt mörgum sem hér hafa fjallað um þetta mál þá lýsi ég því yfir að ég hef ekki hugmynd um hvað er rétt eða rangt í þessu máli. En ég hef tekið eftir því að menn hafa mikla sannfæringu fyrir því að þetta frumvarp, nákvæmlega þetta frumvarp eins og það er úr garði gert, sé rétt frumvarp. Ég hef ekki sannfæringu fyrir því.“

„Menn hafa nefnt hér sjálfsákvörðunarrétt kvenna og menn hafa hér hver um annan þveran lýst yfir stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna, eins og einhver hafi verið að bera brigður á að hér sæti einhver inni sem væri á móti honum,“ sagði hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigríður lauk ræðu sinni svona:

„Ég tel hins vegar mjög nauðsynlegt að umræða um mögulegan rétt fósturs fari fram á heimspekilegum og siðfræðilegum forsendum í því augnamiði að mögulega ná einhverri sátt á milli sérfræðinga og annarra hópa í samfélaginu, þótt það verði ef til vill ekki hægt.  Þess vegna sé ég mér ekki fært að styðja þetta mál.“



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: