- Advertisement -

Hefði allt eins getað tekið lán hjá mafíunni

„Þó að verðbólgan sé slæm eru aðgerðirnar gegn henni mörgum sinnum verri og stærsta hagsmunamál heimilanna er að geta greitt af húsnæði sínu og eiga fyrir mat.“

Ásthildur Lóa Þórddóttir.

Alþingi „Í dag eru heimili landsins neydd til að afhenda bönkunum fé sem við vinnum fyrir hörðum höndum. Sá sem hefur 600.000 kr. í laun fær 444.000 kr. í vasann. Hafi hann tekið 40 milljóna kr. lán á 4% vöxtum greiddi hann 133.000 kr. í vexti eða 30% af útborguðum launum þá. Í dag borgar hann hins vegar 358.000 kr. í vexti eða 81% af launum sínum og heildarafborgun lánsins komin í 442.000 kr. eða 99,5% af útborguðum launum. Svo er spurning hvað hann gerir við 2.000 kallinn, borðar hann eina máltíð eða greiðir af rafmagninu? Hvernig er þetta ekki ofbeldi.“

Þetta sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins.

„Hann hefði allt eins getað tekið lán hjá mafíunni. Mér er til efs að einu sinni hún hefði látið sér detta í hug að bjóða upp á þá afarkosti sem heimilum landsins er boðið upp á núna. Margir ráðherrar hafa tekið undir með seðlabankastjóra og sagt að það sé stærsta hagsmunamál heimilanna að ná niður verðbólgunni en það er hreinlega ekki rétt. Þó að verðbólgan sé slæm eru aðgerðirnar gegn henni mörgum sinnum verri og stærsta hagsmunamál heimilanna er að geta greitt af húsnæði sínu og eiga fyrir mat.

„Þau hafa hins vegar ákveðið að pöpullinn á þriðja farrými sé ásættanlegur fórnarkostnaður fórnarkostnaður.“

Fæði, klæði og húsnæði eru grunnþarfir fjölskyldna og þegar þær greiða svona stóran hluta tekna sinna beint til bankanna engum til gagns er búið að svipta þær möguleikanum á því að uppfylla þessar grunnþarfir.

Væru heimilin spurð er ég ekki í vafa um að þau myndu frekar vilja 10% verðbólgu sem þýðir 10.000–50.000 kr. aukningu á mánaðarlegum útgjöldum en að vera neydd til að greiða 200.000–300.000 kr. meira í hverjum einasta mánuði vegna vaxtahækkana sem þar að auki er vafasamt að lækki fyrrnefnda verðbólgu.

Allt er þetta gert í boði og skjóli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og í þeim göfuga tilgangi að sigrast á óvininum — verðbólgunni. Ekkert af þessu fólki sem tekur þessar ákvarðanir er að fara að lenda í neinum vanda og líður bara vel með sín ofurlaun. Þau hafa hins vegar ákveðið að pöpullinn á þriðja farrými sé ásættanlegur fórnarkostnaður, svipað og konungar og stríðsherrar allra tíma sem hafa litið á pöpulinn sem fallbyssufóður og ásættanlegan fórnarkostnað til að ná markmiðum sínum. Núna er það verðbólgan sem þarf að sigrast á, hvað sem það kostar, en við erum bara alls ekki öll á sama farrými.“

Þetta er ræða Ásthildar Lóu sem hún flutti skömmu áður en Alþingi fór í jólafrí. Frí sem enn varir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: