- Advertisement -

Heimilisofbeldi algengasti ofbeldisglæpurinn

…á borð við niðurlægingu, tilfinningalega kúgun, höfnun, lítilsvirðingu, einangrun og fjárhagslega stjórnun en einnig barsmíðar, nauðganir og aðrar líkamsmeiðingar.

Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn fer fyrir hópi sjö þingmanna sem leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um lögskilnað hjóna. Gert er ráð fyrir að annað hjóna nægi til að skilnaður geti orðið. Ekki þurfi samþykkis hins.

Í greinargerðinni segir meðal annars:

„Sennilega er ofbeldi á heimilum einn algengasti ofbeldisverknaður sem framinn er á Íslandi. Sérstaða þess felst í því hversu nátengdur þolandi er gerandanum sem gerir þolanda erfiðara en ella að slíta tengslum við gerandann og komast undan ofbeldinu.
Í umfjöllun Kvennaathvarfsins um heimilisofbeldi kemur fram að það geti verið af margvíslegum toga, til að mynda líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmiss konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Þá sé oft um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða og birtingarmyndir þess séu einnig margar, á borð við niðurlægingu, tilfinningalega kúgun, höfnun, lítilsvirðingu, einangrun og fjárhagslega stjórnun en einnig barsmíðar, nauðganir og aðrar líkamsmeiðingar. Allt ætti þetta að geta talist tilefni hjúskaparslita sem er þó ekki raunin samkvæmt ákvæðum hjúskaparlaga um hjónaskilnaði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fyrstu grein frumvarpsins segir: „Er með þessu verið að leggja til að annað hjóna hafi sama rétt til að krefjast skilnaðar að borði og sæng einhliða og ef það væri sameiginleg ákvörðun beggja hjóna. Rökin fyrir því eru þau að efni til að veita skilnað að borði og sæng er ekki síður til staðar ef annað hjóna leitar þess og jafnvel kunna að vera ríkari ástæður fyrir því að veita skilnað að borði og sæng þegar annað hjóna reynir að standa því í vegi.“

Frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Flutningsmenn ásamt Jóni Steindóri eru: Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: