- Advertisement -

Heimurinn verður vart undarlegri og sorglegri

Karl Garðarsson skrifar:

Úkraína er land hinna miklu andstæðna. Í austur og suðurhlutanum er háð skelfilegasta stríð sem Evrópa hefur upplifað frá síðari heimsstyrjöld. Lífið í Kyiv er eins eðlilegt og hægt er miðað við að loftvarnaflautur og sprengingar eru daglegt brauð.

Í þúsundum þorpa heldur lífið áfram þrátt fyrir skelflegar fórnir, þar sem útfarir látinna hermanna eru nánast daglegt brauð. Allt þorpið syrgir þá sem hafa fallið. Á morgnana er maður vakinn upp við hanagal, á daginn eru hestvagnar farartæki um moldargötur þorpsins, kýr, geitur og hestar fara þar um í lausagöngu.

Í þriggja tíma akstursfjarlægð eru Wagner málaliðar að hreiðra um sig. Heimurinn verður vart undarlegri og sorglegri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: