Skert sigling til Landeyjahafnar hefur verið 19 dagar. Af þessu má sjá að samgöngur við Vestmannaeyjar sjóleiðina eru mjög skertar, herra forseti.
Karl Gauti Hjaltason.
„Ég vil, herra forseti, aðeins fara yfir frátafir Herjólfs það sem af er þessu ári. Af þeim 73 dögum sem liðnir eru hefur einungis verið siglt til Landeyja, full áætlun, í sjö daga. Í sjö daga hefur verið full áætlun í Landeyjahöfn af 73 dögum.“
Þetta sagi Karl Gauti Hjaltason á Alþingi þegar hann mælti fyrir rannsóknum á hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli lands og Eyja.
„Ekkert hefur verið siglt þrjá daga og siglt hefur verið sex daga eina ferð til Þorlákshafnar. Siglt til Þorlákshafnar eða þá að ekkert hefur verið siglt eru 38 dagar af 73. Skert sigling til Þorlákshafnar og Landeyja sama dag eru níu dagar. Þannig að allt í allt eru það 47 dagar þar sem siglt er í Þorlákshöfn, ekkert siglt eða siglt til Þorlákshafnar og Landeyjahafnar, 47 dagar af 73. Skert sigling til Landeyjahafnar hefur verið 19 dagar. Af þessu má sjá að samgöngur við Vestmannaeyjar sjóleiðina eru mjög skertar, herra forseti.
Þetta leiddi til aukins kostnaðar…
Þetta leiddi til aukins kostnaðar fyrir vegfarenda, m.a. kaup á gistingu. Þessi atriði letja ferðamenn að heimsækja Vestmannaeyjar og jarðgöng myndu breyta þessu með varanlegum hætti. Umhverfi rekstraraðila í Vestmannaeyjum, t.d. gisting- og veitingarekstur, er mjög háð öryggi ferða til og frá Eyjum. Öruggari samgöngur myndu gerbreyta rekstrarumhverfi þeirra og einnig alls fyrirtækjareksturs í Eyjum og ekki síst skjóta sterkum stoðum undir t.d. ferskfiskútflutning. Jarðgöng myndu tengja saman Suðurland og Eyjar og mynda þannig eitt atvinnu- og þjónustusvæði og á það við um alla almenna þjónustu hins opinbera.“
Við munum fljórlega skrifa grein um málið sjálft, það er hvort unnt verði að gera jarðgöng mili lands og Eyja.