- Advertisement -

Helga Vala: „Mikið er þetta aumt“

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

„Mikið er þetta aumt. Í umræðu um frumvarp forsætisráðherra um bætur til þolenda í Guðmundar og Geirfinnsmálum leyfði ég mér að gagnrýna forsvarsmann ríkisstjórnar fyrir að hafa í engu sinnt ítrekaðri beiðni Erlu Bolladóttur um samtal. Hennar væri hvergi getið í frumvarpinu né væri ítrekuðum beiðnum hennar um samtal við forsætisráðherra svarað. Þá hafði ríkislögmaður ekki svarað bótakröfu hennar sem send var inn í janúar sl.

Forsætisráðherra kom fram um daginn og sagðist fús að hitta Klúbbsmenn sem löngu síðar óskuðu eftir viðtali, en enn virðir hún beiðni Erlu um slíkt hið sama að vettugi.

Nú hefur skýringin komið. Lögmaður ríkisins hafnar bótakröfu, rétt eins og í öðrum málum. Lögmaður ríkisins er ekki í persónulegu erindi heldur er hann lögmaður stjórnvalda. Þar hafa stjórnvöld lagt línurnar og þær eru svona. Já, mér finnst þetta aumt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: