- Advertisement -

„Hér á sér stað skæruhernaður útgerðarrisa“

Það sem við höfum er þögn stjórnvalda.

„Við búum við bitlaust auðlindaákvæði sem verður eða verður ekki lagt aftur fyrir Alþingi fyrir lok þessa kjörtímabils. Það sem við höfum er þögn stjórnvalda um margumbeðna skýrslu um framferði og viðskiptahætti útgerðarfyrirtækja okkar í viðskiptum og umsýslu með aflaheimildir í þróunarlöndum,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson í umræðunni um traust á stjórnmálunum.

„Það sem við höfum er þögn stjórnvalda um umbeðna skýrslu Alþingis, margítrekaða, um ítök útgerðarrisa í íslensku samfélagi, ekki bara í sjávarútvegi heldur í íslensku atvinnulífi, í íslensku samfélagi, þar með talið í fjölmiðlum. Og hver er þá staðan sem við blasir? Sú staða er að hér á sér stað skæruhernaður útgerðarrisa sem ver sérhagsmuni sína gegn íslenskum fjölmiðlum, og æpandi þögn stjórnvalda. Þetta er það sem við erum að kljást við. Þetta búum við við núna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: