- Advertisement -

Hér er afturhaldsstjórn

Og á meðan verður lífeyri aldraðra líka haldið niðri.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Verkafólk, láglaunafólk, berst nú fyrir tilveru sinni. Kjör þessa fólks eru við sultarmörk, 235 þús. krónur á mánuði eftir skatt.
SA, KJ og Seðlabankastjóri telja lítið unnt að hækka laun láglaunafólks, svigrúm til þess sé lítið sem ekki neitt. Þessir aðilar reyna því áfram að halda launum þeirra lægst launuðu niðri. Og sama gerist með lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja. Honum er haldið niðri í 212 þús. krónum á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem búa með öðrum.

Stjórnin hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra að eigin frumkvæði þrátt fyrir bænaskjól FEB og LEB og þrátt fyrir kosningaloforð KJ um að hækka ætti lífeyri aldraðra. Hver er ástæðan? Hún er sennilega sú, að BB vill ekki hækka lífeyri áður en samið er um laun á almennum markaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni ræður ferðinni. Sigurður Ingi vill hafa öruggt skipspláss. Katrín vill ekki rugga bátnum.

BB ræður ferðinni enda þótt KJ og Sigurður Ingi ættu að geta ráðið einhverju. En Sigurður Ingi hefur valið sér það hlutskipti að rugga ekki bátnum; hann vill heldur hafa öruggt skipspláss og vera stilltur um borð. Þess vegna heyrist aldrei neitt í honum, nema þá helst um vegina.

Svipað er með KJ. Hún vill heldur ekki rugga bátnum. Hún hefur valið sér það hlutskipti að fljúga um loftin blá og hitta erlenda fyrirmenn og að fjalla um loftslagsmálin. Tók rispu og rak áróður með BB og SA gegn launahækkunum. Engu er líkara en stjórnin sé orðin afturhaldsstjórn.

Það eina, sem getur fært verkafólki kjarabætur er að verkföllin takist vel eða að atvinnurekendur semji á síðustu stundu eins og gerðist 2015. Hins vegar verður ekki samið um neinar verulegar kjarabætur ef stjórn KJ fær að ráða! Og á meðan verður lífeyri aldraðra líka haldið niðri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: