- Advertisement -

Hin dauflynda Samfylking

Sigurjón Magnús Egilssonar skrifar:

Styrmir Gunnarsson skrifaði, eins og lesa má færslunni hér á undan þessari, að stjórnmálaflokkar séu í lífshættu.

Sé það rétt er hreint ótrúlegt að fylgjast með Samfylkingunni. Sem virðist vera með eindæmum dauflynd. Það eru nánast einungis Oddný Harðardóttir og Helga Vala Helgadóttir sem hafa ástríðu fyrir pólitík. Aðrir í þingliðinu leggja fátt og jafnvel ekkert til málanna.

Fylgið, sem hafði aukist nokkuð, hrynur nú af Samfylkingunni. Hafi Samfylkingin haft tækifæri í því pólitíska andrúmslofti sem hér er, er víst að flokkurinn hefur ekki nýtt sér þau tækifæri. Frekar setið með hendur í skauti. Mælingar sýna að það er Samfylkingunni ekki til framdráttar.

Þingflokkur Samfylkingarinnar.

Fyrir nokkrum árum sat einn af helstu stofnendum Samfylkingarinnar, Stefán Jón Hafstein, hjá mér í þætti mínum Sprengisandi:

„Hvar fór Samfylkingin út af sporinu? Hún fór út af sporinu við að verða kerfisflokkur, verða eins og og aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar ég tók þátt í að stofna Samfylkinguna þá vorum við mörg sem vildum að Samfylkingin yrði allt öðruvísi flokkur.“

Jafnvel má spyrja hvort Samfylkingin hafi nokkurn tíma fundið sporið og hafi nánast alla sína tíð skrölt með fram sporinu. Víst er að staðan og framganga flestra þingmanna flokksins er ekki hvetjandi.

Samfylkingin er stjórnarandstöðuflokki í knýjandi vanda.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: