- Advertisement -

Hin heilaga íslenska þrenning

Þriðja heilaga kýrin og sú lang dýrasta er íslenska krónan.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur settist við lyklaborðið og skrifaði:

„Hjá öllum þjóðum rekumst við á einhverja óskiljanlega forgangsröðun verkefna, viðfangsefna eða stofna sem hafin eru yfir samfélags gagnrýni og hafa öðlast einhvers konar yfirskilvitlega trygga tilvist. Við Íslendingar höfum a.m.k. þrjú svona fyrirbæri:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Að sögn er hún lífgjafi þjóðarinnar og nýtur eðlilegrar verndar sem slík.

Fyrsta ber að nefna sauðkindina. Að sögn er hún lífgjafi þjóðarinnar og nýtur eðlilegrar verndar sem slík. Það skiptir engu hvort flóð er eða fjara í ríkisfjárhirslunni. Hvenær sem kallið kemur frá sauðfjárbændum eða afurðastöðvum, hvort heldur hörmungarnar koma frá óvinveittum útlöndum eða vanþakklátum innlendum neytendum. Alltaf stendur ríkiskassinn galopinn.

Annað eru samgöngur til Vestmannaeyja: Óskir eyjaskeggja um samgöngubætur eru uppfylltar áður en hægt er að lesa þær af munnum heimamanna. Engar upphæðir eru of háar fyrir ríkið. Hvort tvö hundruð m.kr. bætast við áður eydda milljarða eru slíkir smámunir að hvimleitt er um að tala. Vandinn er enn jafnóleystum sem fyrr. Enda vita þeir sem vita vilja, að landið er á leið til Eyja – en ekki öfugt.

Þriðja heilaga kýrin og sú lang dýrasta er íslenska krónan: Þótt rekja megi blóðslóð hennar allt frá stofnun hennar til okkar daga, þá er sama hvaða grikk hún gerir okkur. Hún á stuðning valdamanna og sennilega þjóðarinnar æ vísan, sama hversu eyðslufrek hún verður. Ný skipaður seðlabankastjóri staðfesti það nýverið.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: