- Advertisement -

Hin ríkustu hafa börnin lengst í leikskólanum

Sem er ekkert nema sýndarmennska.

Ragnar Þór Pétursson.

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifaði:

Það, að stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á foreldrum þeirra barna sem verst standa, getur verið rétt en það felur ekki í sér að þessi langi opnunartími komi þeim sama hópi best. Ég held það sé mikilvægt að við áttum okkur á þessu. Mér segja leikskólastjórnendur að sá hópur sem mest sæki í langan vistunartíma sé úr hópi þeirra sem best standa fjárhagslega.

Ef umhyggjan fyrir þeim sem verst standa er raunveruleg þá eru til betri leiðir til þess að styðja við þann hóp.

Sá hópur hefur komið sér alveg einstaklega vel fyrir í íslensku samfélagi – og almenningur er ótrúlega duglegur að greiða götu hagsmuna hans. Sú krafa var til dæmis gerð á stjórnvöld (og þau urðu við því) að lækka yrði skatta á fólk með tekjur upp að milljón eða svo. Og sveitarfélög voru á sama tíma neydd til að lofa að auka ekki tekjur sínar (en foreldrar borga nú innan við 15% af kostnaði við leikskóla).

Væru áhyggjurnar af þeim hópi sem verst stendur einlægar hefði mátt fara í skattkerfisbreytingar sem hefðu t.d. gert barnabætur að raunverulegum stuðningi við foreldra ungra barna.

Ég held að eina ástæða þess að þeir sem „verst standa“ fái svona mikið pláss í umræðunni núna er að hagsmunir þeirra og hópsins sem hefur það best eru að einhverju leyti samstilltir og að málafylgjumenn þeirra sem best hafa það hafa vit á því að stilla málinu svona upp. Sem er ekkert nema sýndarmennska.

Ef stytting vinnuvikunnar er hugsuð sem aðgerð til að auka yfirvinnu fátæklinga og lífsgæði millistéttarinnar – þá erum við á vondum stað og á vondri leið. (Tala ekki um þegar flestir gerðir samningar lækka kaup fyrir yfirvinnu).

Miðjan: Nýjar fréttir daglega.

Ef umhyggjan fyrir þeim sem verst standa er raunveruleg þá eru til betri leiðir til þess að styðja við þann hóp en að láta hann vinna meira en alla aðra. Ég nefndi áðan alvöru barnabætur. Hér gæti líka verið alvöru húsnæðismarkaður, meira aðhald og aukin neytendavernd.

Hugrekki stjórnmálamanna á Íslandi er ekki mælt í því hvað þeir eru tilbúnir að gera fyrir þá sem „verst hafa það“ heldur því hvað þeir eru tilbúnir að gera sem mögulega er andstætt hagsmunum þeirra sem hafa það best.

Greinin er fengin af Facebooksíðu Ragnars Þórs.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: