- Advertisement -

Sigurður Ingi verður Samherjaráðherra

„Þú getur ekki skáldað þennan skít,“ sagði Hallgrímur Helgason. Það á einstaklega við um hina fáránlegu nauðlendingu ríkisstjórnar Íslands vegna náinna tengsla Kristjáns Þórs Júlíussonar við Samherja. Skítareddingin felst í því að skipta sjávarútvegsráðuneytinu upp. Kristján Þór situr áfram með hluta ráðuneytisins og Sigurður Ingi tekur yfir Samherjahluta íslensks sjávarútvegs. Í raun er búið að stofna nýtt ráðuneyti; Samherjaráðuneytið.

Þetta er ekki einu sinni fyndið. Hvað halda þessi karlar að þeir séu? Trúa þeir því að þeir séu algjörlega ómissandi? Að allt færi á hvínandi hliðina ef þeir segja af sér ráðherradómi? Þjóðinni varðar ekkert um hvað jakkalakki er í sjávarútvegsráðuneytinu. Nema hvað að spilling, hætta á spillingu, hagsmunaárekstrar og annar óþverri má ekki viðgangast. Að halda eitt augnablik að hagsmunir Íslendinga séu bundnir setu Kristjáns Þórs í ráðuneytinu er galið.

Ofmat karlanna á eigin verðleikum og getu er magnað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: