- Advertisement -

Hlýtur að flokkast sem ógeðslegur kvalalosti

Sólveig Anna skrifar:

Af hverju að fara svona með aðrar manneskjur; Ali var kominn með atvinnuleyfi sem hann fagnaði mjög, vildi standa á eigin fótum og svo strax í kjölfarið er honum vísað úr landi. Það er ekki boðlegt að fara svona með fólk.

Þegar ég vann í leikskólanum byrjuðu það börn, 2 systkini, strákur og stelpa. Við tókum á móti þeim, „aðlöguðum“ og sinntum eftir bestu getu, eins og öðrum börnum. Svo mættu þau ekki í nokkra daga; fötin þeirra voru í hólfinu, stígvélin í skóhillunni og svo var farið að athuga hvort allt væri í lagi og hvenær þau kæmu aftur í leikskólann. Aldrei, var svarið. Því þau voru börn hælisleitenda og þeim hafði verið vísað burt. Þau fengu ekki einu sinni að sækja fötin sín eða myndirnar sem þau höfðu teiknað. Þau hurfu bara eina nóttina, sáust aldrei meir. Ég hef oft hugsað um alla manneskju-orkuna sem þau og foreldrar þeirra og líka við, starfsfólkið, settum í þetta litla en mikilvæga verkefni sem leikskóladvölin var; allar þessar manneskjur að vanda sig, að hugsa, að reyna að skilja og læra, vera kurteis, sýna umhyggju, nota alla sammannlegu getuna okkar til að ná góðri niðurstöðu svo að börnin gætu haft það sem best. Og svo þetta algjöra virðingarleysi fyrir því verkefni sem valdið sýndi, þegar það lét eins og ekkert væri sjálfsagðara en að senda þau burt, ekki eins og lifandi mennsk börn, heldur bara eins og hvert annað drasl.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikið er það ömurlegt að koma svona fram við annað fólk, mikið er það aumkunarvert, mikið hljótum við öll að skammast okkar þegar það opinberast að sumt fólk eins og sum börn eru svo óæskileg á Íslandi að það er hægt að leika sér að löngunum þeirra og tilfinningum, hægt að vekja von, búa til pláss til þess eins að eyðileggja það svo við fyrsta tækifæri.
Svona framkoma hlýtur að flokkast sem ógeðslegur kvalalosti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: