- Advertisement -

Höfnuðu eigin leiðbeiningum

Neytendur Jón Gerald Sullenberger í Kosti rekur samskipti fyrirtækisins og Matvælastonfunar, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann starfsfólk Kosts þaulvant að taka á móti vörusendingum frá Ameríku, enda hafa amerískar vörur verið uppistaðan í vöruvali verslunarinnar allt frá opnun Kosts haustið 2009.

„Nú ber hins vegar svo við að starfsmenn verslunarinnar eru farnir að pakka niður vörum og senda til baka til Ameríku. Það kemur reyndar ekki til af góðu,“ segir Jón Gerald.

Og hver er ástæðan? Jú, keypt voru 2.740 kíló af nagbeinum fyrir hunda frá Canine Crews, „…þekktum og viðurkenndum framleiðanda.“ Beinin komu frá Mexíkó. „Þar sem leiðbeiningarskylda hvílir á stjórnvöldum og Kostur hafði ekki áður flutt dýrafóður til landsins var ákveðið að leita til Matvælastofnunar (MAST) eftir upplýsingum og leiðbeiningum, enda regluverkið flókið og mikið í húfi. Við vildum fara eftir reglum í einu og öllu varðandi innflutninginn og sérfræðingar MAST tóku fyrirspurnum okkar vel. Þeir sögðu að heilbrigðisvottorð þyrftu að fylgja vörunni og nagbeinin ættu að vera með íslenskum merkingum í hillum verslunarinnar. Annað var það nú ekki…“

Nagbeinin komin

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nagbeinin komu til landsins 11. febrúar ásamt umbeðnu heilbrigðisvottorði. Engu að síður stöðvaði MAST innflutninginn með þeim rökum að varan væri ekki merkt viðurkenndri starfsstöð með samþykkisnúmeri, eins og krafist er af Evrópusambandinu. Eftirlitið sem leiðbeindi okkur um innflutninginn á nagbeinunum brást því illilega og sagði að ekki væri hægt að rekja uppruna vörunnar, því samþykkisnúmerið vantaði. Við vorum reyndar með vaðið fyrir neðan okkur, höfðum númerið undir höndum og töldum að vandamálið væri úr sögunni.

Með heilbrigðisvottorðinu fylgdi vörulisti með umræddu samþykkisnúmeri, framleiðslunúmeri nagbeinanna og hafnarbréf. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er afar auðvelt að rekja vöruna beint til framleiðenda, sjá út frá framleiðslunúmeri nákvæmlega hvenær hún var framleidd og hvernig hún var flutt til landsins.“

Hægðarleikur að uppfylla kröfurnar

Jón Gerald segir að fullur rekjanleiki hafi verið til staðar.

„Samþykkisnúmer framleiðandans sem MAST saknar kom sannarlega fram í fylgigögnum vörunnar og ekkert var auðveldara en að staðfesta það. „Þar sem okkur var að auki gert að prenta íslenskar upplýsingar og setja á umbúðirnar hefði verið hægðarleikur að koma þar fyrir samþykkisnúmeri framleiðandans. En það máttum við ekki. Því má svo heldur ekki gleyma að á umbúðunum koma fram allar upplýsingar um framleiðandann, nafn hans, heimilisfang og símanúmer. Ekkert af þessu dugði þó til. Sendingin var stöðvuð af þeim sem veitti leiðbeiningar um innflutninginn og Kosti gert að endursenda vöruna með ærnum tilkostnaði.

Í ljósi þess sem fram hefur komið er fróðlegt að skoða hvernig merkingum á nagbeinum fyrir hunda er háttað í verslunum hérlendis. Þau hafa sést með hinni upplýsandi merkingu »Hundabein« án þess að upprunalands sé getið né nokkrar upplýsingar séu gefnar um innihald vörunnar. Hvað með rekjanleikann þar, já eða á beinunum sem seld eru í lausasölu í gæludýraverslunum? Þar eru hvorki umbúðir né merkingar.

Er það nema von að maður verði stöku sinnum hissa á íslenska eftirlitsiðnaðinum og undrandi á því hvað allt sé dýrt hér heima á Íslandi.“

 

69.712 lásu Miðjuna í síðustu viku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: