- Advertisement -

Höfum ákveðið á að einn maður fái allt sem hann sjálfur ákveður

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Hvers vegna er ekki hægt að tryggja afkomu láglaunakonunnar sem gætir barna samfélagsins? Hver vegna er ekki hægt að tryggja „fjármögnun“ velferðarkerfisins? Hvers vegna þarf að leggja á vegatolla til að borga fyrir viðhald gatnakerfisins? Og svo framvegis og svo framvegis. Vegna þess að það hefur verið ákveðið á að einn maður eigi að fá allt sem hann sjálfur ákveður að hann eigi rétt á, vegna þess að það hefur verið ákveðið að auðstéttin sé það mikilvægasta í heimi og allt annað hljóti að lenda í öðru sæti.
Við höfnum því að þetta sé niðurstaðan; við viljum lýðræði, ekki auðræði!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: