- Advertisement -

Holur hljómur í málflutningi Íslands

https://www.facebook.com/rosabjorkbrynjolfsdottir/videos/2256652424423259/

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG skrifar:

Í gær samþykkti Alþingi að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar sem ofbeldisfullur brjálæðingur er við völd sem hefur fyrirskipað dráp á þúsundum manna án dóms og laga. Það er holur hljómur í málflutningi Íslands við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ef við fordæmum eina stundina hryllileg mannréttindabrot á Filippseyjum og staðfestum svo fríverslunarsamning hina stundina. Ég kaus gegn þessum fríverslunarsamning og fullgildingu hans á meðan staða mannréttinda á Filippseyjum er full­kom­lega óvið­un­andi, og sagði að það þurfi að bíða með full­gild­ing­una af Íslands hálfu þar til staðan batnar. Við höfum fordæmi fyrir því að bíða, gerðum það með Kólumbíu þar til ástand mála batnaði þar í landi. Verum samkvæm sjálfum okkur.

Birtist á Facebooksíðu Rósu Bjarkar fyrir augnabliki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: