- Advertisement -

Hörður Trump reynir að magna upp skelfingu

Gunnar Smári skrifar: Fyrsta verk Donald Trump var að lækka skatta á hinum ríku, skera niður opinbera þjónustu og auka svigrúm fyrirtækja til að arðræna fólk, ganga á auðlindir og spilla náttúru. Hann er því stjórnmálamaður sem þjónar sömu hagsmunum og Hörður Ægisson og aðrir húsþrælar auðvaldsins.

Það er því hálfgerð geggjun þegar Hörður vill saka Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um að vera Trump, mann sem berst með alþýðu manna gegn stefnu Trump og Harðar. En þessi trumpíska leið, að saka aðra um að vera Trump er aðeins hluti af trumpskap Harðar. Eins og fyrirmynd sín reynir hann að teikna um andstæðinga þjóðarinnar sem eru stærsta ógnin við hagsmuni almennings; hjá Trump eru það innflytjendur sem oftast er láglaunafólk og hjá Herði er það láglaunafólk, sem oft er innflytjendur.

Hörður Trump reynir að magna upp skelfingu gagnvart þessari ógn í von um að með því megi verja ógnarhagnað hinna ríku, sem þeir þjóna. Engin glóra er í málflutningi Trump eða Harðar, þar vellur áfram vænisjúk sturlun, ásakanir um undirferli og svik, illsku og illt innræti fólks sem þessir menn kjósa að teikna upp sem óvini þjóðarinnar númer eitt (báðir nota hæsta stig í svona einkunnum; helsta ógnin o.s.frv.). Þessir tveir, Trump og Hörður, eru síðasta sort í samfélagsumræðunni, ruglukollar og algjörlega ómarktækir menn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: