- Advertisement -

Hreinsum fyrst til á Alþingi

Landsbankinn er eini bankinn í álfunni sem er nú að byggja yfir sig nýjar höfuðstöðvar.

Þorvaldur Gylfason prófessor er vill að beðið verði með sölu ríkisbankanna. „Gerum hlutina í réttri röð. Hreinsum fyrst til á Alþingi í þeirri von að nýju, skaplega skipuðu Alþingi verði betur treystandi til að laga til í Landsbankanum og víðar,“ segir í grein hans í Fréttablaðinu í dag.

Hann tekur dæmi um stöðuna í dag. „Tökum Landsbankann sem er nú ríkisbanki. Bankaráðið, skipað ungu fólki, hefur ákveðið að hækka svo laun bankastjórans að jafnvel Samtök atvinnulífsins hafa brugðizt ókvæða við. Bankaráðið slengir launahækkun bankastjórans eins og blautri tusku framan í launþega sem eiga í erfiðum samningum við vinnuveitendur um kaup og kjör. Við bætist að Landsbankinn er eini bankinn í álfunni sem er nú að byggja yfir sig nýjar höfuðstöðvar. Þær eiga að kosta jafnvirði um 100.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu.“

Þorvaldur skrifar svo: „Gerum hlutina í réttri röð. Hreinsum fyrst til á Alþingi í þeirri von að nýju, skaplega skipuðu Alþingi verði betur treystandi til að laga til í Landsbankanum og víðar. Bankarnir verða þá fyrst tilbúnir til eigendaskipta að þeir sem falið er að halda utan um einkavæðinguna njóti trausts. Takist ekki að endurreisa Alþingi í tækan tíma mætti velja t.d. 20 manna eigendaráð af handahófi úr þjóðskrá og setja yfir bankasýsluna sem fer með hlut ríkisins í bönkunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: