- Advertisement -

Hrifsa hundruð milljarða af almenningi

…verða til þess að verðtryggð húsnæðislán allra landsmanna hækka svo getur numið tugum eða hundruðum milljarða, eins og í tilviki húsnæðisliðarins, yfir 100 milljarða.

Karl Gauti Hjartarson.

„Ákvörðun stjórnvalda um að leggja skatt sem t.d. er ætlaður til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda til að sinna skyldum sínum samkvæmt alþjóðlegum samningum hefur áhrif á verðtrygginguna vegna þess að hann hefur óbein áhrif á vísitöluna sem hækkar hana og hækkar þar með lán allra þeirra landsmanna sem skulda verðtryggð húsnæðislán. Einfaldur hlutur eins og ákvörðun á þessu löggjafarþingi um að hækka kolefnisgjald hækkar skuldir allra þeirra sem skulda verðtryggð húsnæðislán.“

Það var Karl Gauti Hjartarson Miðflokki sem sagði þetta á Alþingi þegar hann kynnti mál um verðtryggingu og vexti.


Lóðaskortur á mikilvægasta og langstærsta byggingarsvæði landsins haft stórkostleg áhrif á verðtrygginguna.

„Frumforsenda verðtryggingarinnar í upphafi var að verja peningalegar eignir sem fólk og lánveitendur höfðu á þeim tíma engar aðrar leiðir til að verja. Þær ástæður eru horfnar en samt búum við enn við verðtrygginguna. Við Íslendingar erum eina þjóðin með þessa sérhönnuðu formúlu sem heitir verðtrygging og formúlan tekur mið af ýmsum þáttum sem eru í engum tengslum við fjármálaumhverfi eins og það heilbrigðast gæti kallast. Þannig getur hlutur eins og lóðaskortur á mikilvægasta og langstærsta byggingarsvæði landsins haft stórkostleg áhrif á verðtrygginguna og þar með fjárhæðir sem fólk úti í bæ og fólk úti á landi fær engu ráðið um eins og dæmin sanna undanfarin ár. Hér í Reykjavík hefur verið viðvarandi lóðaskortur síðustu árin sem hefur haft áhrif á hækkun íbúðaverðs sem hefur svo áhrif á vísitöluna sem hækkar svo lán allra þeirra sem eiga verðtryggð húsnæðislán og þau skulda meira.“

Karl Gauti spurði: „Hvert erum við þá komin? Slíkar breytingar verða til þess að verðtryggð húsnæðislán allra landsmanna hækka svo getur numið tugum eða hundruðum milljarða, eins og í tilviki húsnæðisliðarins, yfir 100 milljarða. Þannig er staðan, herra forseti. Við höfum samningssamband. Maður tekur lán hjá banka. Sagan byrjar þannig að maður fer í banka og tekur lán. Þetta eru samningsaðilarnir, þessi maður og bankinn. Lántaki lofar að greiða lánið til baka með vöxtum og verðbótum. Þá kemur þriðji aðili. Ef þriðji aðili trassar að bjóða lóðir á mikilvægu svæði hækkar lánið sem maðurinn tók. Ef þriðji aðili er stjórnvald sem ákveður að hækka umhverfisskatta til að sinna sínum alþjóðlegu skuldbindingum hækkar þetta lán algjörlega án tengsla við þann samning sem þessir tveir aðilar gerðu. Annar aðilinn skuldar meira og hinn eignast meira og þá án þess að neitt raunverulegt hafi gerst sem ætti að hafa áhrif á skuldaskil þessara tveggja aðila, bankans og skuldarans.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: