- Advertisement -

Hrynjandi hrunflokkur

Því var hreint óráð að hann hyrfi frá samþykkt Lands­fund­ar og yf­ir­lýs­ing­um for­manns á þingi um orkupakk­ann og enn skýr­ing­ar­laust.

Varla er um það deilt að hrun var fyrst og síðast á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, helsta valdaflokks þjóðarinnar. Nú er barist innan flokks og hláleg staða hans nú eykur átökin. Morgunblaðsfóstbræðurnir Styrmir og Davíð hafa eitt og annað um stöðuna að segja. Davíð notar sér Styrmi í Staksteinum dagsins og bætir sjálfur við.:

„Styrm­ir Gunn­ars­son bend­ir á að í könn­un Zenter mæl­ist „fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins 20,5%, sem er 2,1 pró­sentu­stigi minna fylgi en í könn­un sama aðila hinn 27. júní sl. Í könn­un MMR fyr­ir skömmu mæld­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 19% fylgi.

Það verður fróðlegt að sjá, hvort þjóðar­púls Gallup staðfest­ir þessa þróun, þegar þær töl­ur koma, vænt­an­lega und­ir lok vik­unn­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stóra mynd­in er sú, að frá hruni hef­ur fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hrunið. Það hef­ur lítið sem ekk­ert verið rætt á opn­um vett­vangi flokks­ins, þótt sjálfsagt hafi slík­ar umræður farið fram bæði í þing­flokki og miðstjórn.

Er ekki kom­inn tími á slík­ar umræður á opn­um vett­vangi meðal flokks­manna?

Það er at­hygl­is­vert að fylgj­ast með þeim áhrif­um, sem harðari stefna Boris Johnson, for­sæt­is­ráðherra Breta, gagn­vart ESB er að hafa á fylgi Íhalds­flokks­ins í Bretlandi, sem er á uppleið. Getur verið að orkupakk­inn eigi hlut að máli að því er varðar Sjálf­stæðis­flokk­inn hér?“

Þetta er rétt en flokk­ur­inn hafði þó rétt sig veru­lega af þar til hann kúventi án skýr­inga í Icesave og storkaði flokks­fólk­inu og hef­ur ekki borið sitt barr síðan. Því var hreint óráð að hann hyrfi frá samþykkt Lands­fund­ar og yf­ir­lýs­ing­um for­manns á þingi um orkupakk­ann og enn skýr­ing­ar­laust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: