- Advertisement -

Hundónýtur menntamálaráðherra – vill inngrip í starf RÚV vegna Samherja

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Hjörleifur Hallgríms á Akureyri er ósáttur við Ríkisútvarpið. Og nefnir í Moggagrein nokkrar ástæður. Honum finnst óásættanlegt að Ríkisútvarpið hafi ekki sagt frá komu glæsiskipsins Vilhelm Þorsteinssonar EA 11.

Mest er Hjörleifur þó ósáttur við fréttaflutning af „Samherjamálinu“.

„Það er orðin svo grafal­var­leg fram­koma sem RÚV viðhef­ur gagn­vart Sam­herja – og þá sér­stak­lega þríeykið sem að fram­an grein­ir og kemst upp með það – að yf­ir­völd, sem halda þess­ari stofn­un uppi með fjár­austri, verða að fara að taka í taum­ana því ekki ger­ir hundónýtur mennta­málaráðherra það sem RÚV heyr­ir und­ir. Slík fram­koma á sér ekki hliðstæðu og er til skamm­ar,“ skrifar Hjörleifur í Moggann.

Skoðum annan kafla úr greininni:

Rakel Þorbergsdóttir, Helgi Seljan og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.

„Það er næsta víst að ef það hefði verið ein­hver önn­ur ís­lensk út­gerð sem var að koma með slíkt glæsifley til lands­ins og flotta ný­smíði hefði RÚV-sjón­varp verið fljótt til og sent töku- og fréttalið á staðinn og verið með stóra út­send­ingu af viðburðinum og viðtöl við eig­end­ur. En af því að það er Sam­herji sem á í hlut hunsaði slúðurþyrst lið hjá RÚV; Ak­ur­eyr­ing­arn­ir Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri og Rakel Þor­bergs­dótt­ir frétta­stjóri og Helgi Selj­an, al­gjör­lega þessa stór­frétt. Í staðinn „fögnuðu“ þau með frétt frá Fær­eyj­um þar sem þarlent út­gerðarfyr­ir­tæki er talið hafa farið að ein­hverju leyti fram hjá lög­um og viti menn; RÚV-liðið fann út að Sam­herji hefði átt lít­inn hlut í fær­eyska fyr­ir­tæk­inu! Langt er nú seilst og ekk­ert und­an­skilið ef haldið er að það sé til hnjóðs Sam­herja.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: