- Advertisement -

Hunsum ÍSAM standi það við hótanirnar

Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum í ljósi þess að samningsaðilar voru sammála um að lífkjarasamningurinn myndi stuðla að verðstöðugleika.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég hef tekið þátt í kjarasamningagerð í 15 ár og á þessum 15 árum man ég aldrei eftir því að forstjóri fyrirtækis hóti í miðri kosningu um kjarasamning hækkun á öllum vörum fyrirtækisins ef kjarasamningur verði samþykktur eins og forstjóri ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki gerði gagnvart viðskiptavinum sínum.

En ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þetta kemur fram í tölvupósti Hermanns Stefánssonar, forstjóra ÍSAM, til viðskiptavina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum í ljósi þess að samningsaðilar voru sammála um að lífkjarasamningurinn myndi stuðla að verðstöðugleika og myndi leiða til lækkunar vaxta, en nú er ljóst að þetta fyrirtæki ætlar ekki að taka þátt í því að láta lífkjarasamninginn skila þeim ávinningi til launafólks eins og til stóð.

Á þeirri forsendu er ljóst að verkalýðshreyfingin verður að bregðast við þessari hótun með afgerandi hætti og tel ég morgunljóst að við verðum að hvetja okkar félagsmenn til að hunsa vörur frá þessu fyrirtæki ef fyrirtækið stendur við hótun sína.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: